Kona, konur Sjá einnig Bræður, bróðir; Maður, menn; Systir Fullvaxin kvenpersóna, dóttir Guðs. Stundum er orðið kona notað í ritningunum sem virðingarheiti (Jóh 19:26; Al 19:10). Guð skapaði karl og konu, 1 Mós 1:27 (HDP Móse 2:27; 6:9; Abr 4:27). Væn kona er meira virði en perlur, Okv 31:10–31. Konan er vegsemd mannsins, 1 Kor 11:7. Þó er hvorki konan óháð manninum, né maðurinn konunni í samfélaginu við Drottin, 1 Kor 11:11. Konur skulu klæðast látlausum klæðnaði, 1 Tím 2:9–10. Því ég, Drottinn Guð, hef velþóknun á hreinleika kvenna, Jakob 2:28. Syndir þínar eru þér fyrirgefnar, og þú ert kjörin kona, K&S 25:3. Konur eiga kröfu á eiginmenn sína um framfærslu, K&S 83:2.