Námshjálp
Upprisa


Upprisa

Sameining andalíkama og holdlegs líkama á ný eftir dauða. Eftir upprisu munu andi og líkami aldrei framar aðskildir og maðurinn verður ódauðlegur. Hver sem fæddist á jörðu mun rísa upp vegna þess að Jesús sigraði dauðann (1 Kor 15:20–22).

Jesús Kristur var sá fyrsti sem reis upp á þessari jörð (Post 26:23; Kól 1:18; Op 1:5). Nýja testamentið geymir fullnægjandi sannanir fyrir því að Jesús reis upp í jarðneskum líkama sínum; gröf hans var tóm, hann nærðist á fiski og hunangi, líkami hans var af holdi og beini, fólk snerti hann og englar sögðu hann upprisinn (Mark 16:1–6; Lúk 24:1–12, 36–43; Jóh 20:1–18). Síðari daga opinberun staðfestir raunveruleika upprisu Krists og alls mannkyns (Al 11:40–45; 40; 3 Ne 11:1–17; K&S 76; HDP Móse 7:62).

Ekki munu allir rísa upp til sömu dýrðar (1 Kor 15:39–42; K&S 76:89–98), né heldur rísa upp á sama tíma (1 Kor 15:22–23; Al 40:8; K&S 76:64–65, 85; 88:96–102). Margir heilagir voru reistir upp eftir upprisu Krists (Matt 27:52). Hinir réttlátu munu reistir upp á undan hinum ranglátu og munu koma fram í fyrstu upprisunni (1 Þess 4:16); syndugir sem ekki iðrast koma fram í síðustu upprisunni (Op 20:5–13; K&S 76:85).

Prenta