Námshjálp
Hebreabréfið


Hebreabréfið

Bók í Nýja testamenti. Páll reit bréfið til Gyðinga í kirkjunni til að sannfæra þá um að þýðingarmikill þáttur Móselögmáls hefði fullnast í Kristi og æðra lögmál fagnaðarerindis Krists komið í stað þess. Þegar Páll kom aftur til Jerúsalem við lok þriðju kristniboðsferðarinnar (um 60 e.Kr.), komst hann að raun um að margir Gyðingar í söfnuðum kirkjunnar fylgdu enn Móselögum (Post 21:20). Þetta var að minnsta kosti tíu árum eftir að ráðstefna kirkjunnar í Jerúsalem hafði úrskurðað að ákveðnar athafnir Móselaga væru ekki nauðsynlegir til sáluhjálpar þeim hinna kristnu sem ekki voru Gyðingar. Svo virðist sem Páll hafi fljótlega þar á eftir ritað Hebreum til þess að sýna þeim með tilvísun til þeirra eigin ritninga og út frá almennri skynsemi að þeir væru ekki lengur háðir Móselögmáli.

Kapítular 1 og 2 sýna fram á að Jesús er fremri englunum. Kapítular 3–7 bera Jesús saman við Móse og Móselög og vitna um að hann sé báðum æðri. Þar er einnig kennt að prestdæmi Melkísedeks er æðra Aronsprestdæmi. Kapítular 8–9 útskýra hvernig helgiathafnir Móselaga bjuggu fólkið undir þjónustu Krists og að Kristur er meðalgöngumaður hins nýja sáttmála (Al 37:38–45; K&S 84:21–24). Kapítuli 10 er hvatning til kostgæfni og trúfestu. Kapítuli 11 er hugleiðing um trú. Kapítuli 12 er viðvörun og kveðjur. Kapítuli 13 greinir göfugt eðli hjónabands og mikilvægi hlýðni.