Viðurstyggð Sjá einnig Synd Í ritningunum, eitthvað sem vekur hinum réttlátu og hreinu andstyggð eða óbeit. Lygavarir eru Drottni andstyggð, Okv 12:22. Hroki er andstyggð í augum Guðs, Jakob 2:13–22. Hinum spilltu er fyrirbúið að líta eigin viðurstyggð, Mósía 3:25. Lauslæti er viðurstyggilegust allra synda utan morðs og afneitun heilags anda, Al 39:3–5. Réttlát reiði Drottins er tendruð gegn viðurstyggð þeirra, K&S 97:24.