Musteri, hús Drottins
Bókstaflega hús Drottins. Drottinn hefur alltaf boðið þjóð sinni að reisa musteri, helgar byggingar þar sem verðugir heilagir framkvæma guðsþjónustu og helgiathafnir fagnaðarerindisins fyrir sjálfa sig og hina dánu. Drottinn vitjar mustera sinna og þau eru helgust allra tilbeiðslustaða.
Tjaldbúðin sem Móse og Ísraelsbörn reistu var færanleg. Ísraelítar notuðu hana í þjóðflutningnum frá Egyptalandi.
Þekktasta musterið í Gamla testamentinu er musterið sem Salómon lét reisa í Jerúsalem (2 Kro 2–5). Það var eyðilagt um 587 f.Kr. af Babýloníumönnum en var endurbyggt af Serúbabel 70 árum síðar (Esra 1–6). Hluti þess musteris var brenndur árið 37 f.Kr. en Heródes mikli endurbyggði það síðar. Rómverjar eyðilögðu musterið árið 70 e.Kr.
Í Mormónsbók fengu réttlátir fylgjendur Guðs fyrirmæli um að byggja musteri og iðka þar trú sína (2 Ne 5:16; Mósía 1:18; 3 Ne 11:1). Bygging og rétt notkun mustera er á öllum ráðstöfunartímum merki um hina sönnu kirkju, þar með talda endurreista kirkju okkar daga. Kirtland musterið var fyrsta musterið byggt og helgað Drottni á þessum ráðstöfunartíma. Frá þeim tíma hafa mörg musteri verið vígð í mörgum löndum um heim allan.