Komið Sjá einnig Hlýðni, hlýðinn, hlýða; Lærisveinn Í ritningunum, þýðir oft að nálgast einhvern sem fylgjandi eða með hlýðni, eins og orðalagið „komið til Krists, fullkomnist í honum,“ segir (Moró 10:32). Hneigið eyru yðar og komið til mín, Jes 55:3. Komið til mín, allir þér sem erfiðið, Matt 11:28. Leyfið börnunum að koma til mín, Matt 19:14. Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, Lúk 9:23. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur, Jóh 6:35. Kristur býður öllum að koma til sín, 2 Ne 26:33. Komið til mín og látið frelsast, 3 Ne 12:20. Komið til Krists, Moró 10:32. Bjóðið öllum að koma til Krists, K&S 20:59. Komið til mín og sálir yðar munu lifa, K&S 45:46.