Víngarður Drottins Sjá einnig Akur; Ísrael Samlíking fyrir akur andlegrar vinnu. Í ritningunum táknar víngarðurinn venjulega Ísraelsætt eða ríki Guðs á jörðu. Stundum er átt almennt við fólkið í heiminum. Víngarður Drottins allsherjar er Ísraels hús, Jes 5:7 (2 Ne 15:7). Jesús setti fram dæmisöguna um verkamennina í víngarðinum, Matt 20:1–16. Ísrael er líkt við hreinræktað olífutré sem nært er í víngarði Drottins, Jakob 5. Þjónar Drottins munu sniðla víngarðinn í síðasta sinn, Jakob 6. Drottinn mun blessa alla sem vinna í víngarði hans, K&S 21:9 (Al 28:14). Vinnið í víngarði mínum í síðasta sinn, K&S 43:28.