Samskiptaboð frá Guði til barna hans á jörðu. Opinberun getur fengist fyrir ljós Krists og heilagan anda með innblæstri, sýnum, draumum, eða vitjun engla. Opinberun veitir leiðsögn sem leitt getur hina trúföstu til eilífrar sáluhjálpar í himneska ríkinu.
Drottinn opinberar verk sitt spámönnum og veitir trúuðum staðfestingu á því að opinberanir til spámanna eru sannar (Amos 3:7). Með opinberun veitir Drottinn sérstaka leiðsögn hverjum þeim sem hennar leitar og sem hefur trú, iðrast og er hlýðinn fagnaðarerindi Jesú Krists. „Heilagur andi er opinberari,“ sagði Joseph Smith, og „enginn maður getur meðtekið heilagan anda án þess að meðtaka opinberanir.“
Í kirkju Drottins er Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin spámenn, sjáendur og opinberarar fyrir kirkjuna og heiminn. Forseti kirkjunnar er sá eini sem Drottinn hefur útnefnt til að taka við opinberunum fyrir kirkjuna (K&S 28:2–7). Hver maður getur fengið opinberun sjálfum sér til blessunar.