Skapa, sköpun Sjá einnig Andleg sköpun; Hvíldardagur; Jesús Kristur; Jörð; Upphaf Að skipuleggja og móta. Guð skipulagði í samstarfi við son sinn, Jesú Krist, frumefni náttúrunnar til að mynda himnana og jörðina. Himneskur faðir og Jesús sköpuðu manninn í sinni mynd (HDP Móse 2:26–27). Í upphafi skapaði Guð himin og jörð, 1 Mós 1:1. Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, 1 Mós 1:26 (HDP Móse 2:26–27; Abr 4:26). Allir hlutir urðu fyrir hann, Jóh 1:3, 10. Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, Kól 1:16 (Mósía 3:8; He 14:12). Fyrir hann hefur hann líka heimana gjört, Hebr 1:2. Maðurinn var skapaður í upphafi, Mósía 7:27. Ég skapaði himnana og jörðina og allt, sem í þeim er, 3 Ne 9:15 (Morm 9:11, 17). Allir menn voru í upphafi skapaðir eftir minni eigin mynd, Et 3:15. Jesús Kristur skapaði himna og jörð, K&S 14:9. Og hann skapaði manninn, karl og konu, í sinni eigin mynd, K&S 20:18. Ótal heima hef ég skapað, HDP Móse 1:33. Með mínum eingetna skapaði ég himininn, HDP Móse 2:1. Ég, Drottinn Guð, skapaði alla hluti andlega áður en þeir urðu náttúrlegir á jörðunni, HDP Móse 3:5. Milljónir jarða sem þessarar næðu ekki upphafstölu sköpunarverka þinna, HDP Móse 7:30. Guðirnir skipulögðu og mynduðu himnana, Abr 4:1.