Eining Sjá einnig Guð, guðdómur Að verða samstíga í hugsun, þrám og tilgangi, fyrst við föður okkar á himnum og Jesú Krist og síðan við aðra heilaga. Það er gott að bræður búi saman í eindrægni, Sálm 133:1. Ég og faðir minn erum eitt, Jóh 10:30 (K&S 50:43). Jesús baðst fyrir um að allir mættu verða eitt eins og hann og faðirinn eru eitt, Jóh 17:11–23 (3 Ne 19:23). Ég áminni yður að ekki séu flokkadrættir í meðal yðar, heldur að þér séuð fullkomlega sameinaðir, 1 Kor 1:10. Verið ákveðnir, einhuga og óskiptir í hjarta, sameinaðir í öllu, 2 Ne 1:21. Hjörtu hinna heilögu skulu tengd böndum einingar, Mósía 18:21. Jesús baðst fyrir um einingu meðal Nefíta lærisveinanna, 3 Ne 19:23. Lærisveinarnir sameinuðust í máttugri bæn og föstu, 3 Ne 27:1. Faðirinn, sonurinn og heilagur andi eru eitt, K&S 20:27–28 (K&S 35:2; 50:43). Skylda þín er að sameinast hinni sönnu kirkju, K&S 23:7. Hvers sem þér biðjið í trú, sameinaðir í bæn, það mun yður gefast, K&S 29:6. Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir, K&S 38:27. Drottinn nefndi þjóð sína Síon, vegna þess að hugur hennar og hjarta voru eitt, HDP Móse 7:18.