Hlusta og hlýða á Sjá einnig Eyra; Hlýðni, hlýðinn, hlýða Að hlusta og hlýða rödd og kenningum Drottins. Spámann mun Drottinn upp vekja, líkan Móse, og á hann skal fólkið hlýða, 5 Mós 18:15. Hlýðni er betri en fórn, gaumgæfni betri en feiti hrútanna, 1 Sam 15:20–23. Vér höfum ekki hlýtt þjónum þínum, spámönnunum, Dan 9:6. Hinir réttlátu, sem hlýða á orð spámannanna, það eru þeir sem farast ekki, 2 Ne 26:8. Ef þér viljið ekki hlýða á rödd hins góða hirðis eruð þér ekki sauðir hans, Al 5:38 (He 7:18). Hlýðið á, ó, þér sem í kirkju minni eruð, K&S 1:1. Andinn upplýsir sérhvern mann í heiminum, sem hlýðir á rödd hans, K&S 84:46–47. Þeir voru tregir til að hlýða á raust Drottins; þess vegna var hann tregur til að hlusta á bænir þeirra, K&S 101:7–9. Þeir sem ekki hlýða boðum og fyrirmælum eru agaðir, K&S 103:4 (HDP Móse 4:4).