Námshjálp
Höggormur úr eir


Höggormur úr eir

Höggormur af eir, gjörður af Móse að boði Guðs til lækningar þeim Ísraelsmönnum sem bitnir höfðu verið af ólmum ormum (eitruðum snákum) í eyðimörkinni (4 Mós 21:8–9). Þessi táknmynd var fest á stöng „og reist upp svo að hver, sem á hana liti, mætti lifa“ (Al 33:19–22). Drottinn vísaði til þess að lyfting höggormsins í eyðimörkinni væri tákn um að honum sjálfum var lyft upp á krossinum (Jóh 3:14–15). Síðari daga opinberanir staðfesta frásöguna um eldspúandi höggorma og hvernig fólkið læknaðist (1 Ne 17:41; 2 Ne 25:20; He 8:14–15).