Hreinn, hreinleiki Sjá einnig Hreint og óhreint; Lausn frá synd Laus við synd og sekt; flekklaus. Maðurinn verður hreinn þegar hugsanir hans og athafnir eru á allan hátt óspilltar. Sá sem hefur syndgað getur hreinsast fyrir trú á Jesú Krist, iðrun og með því að meðtaka helgiathafnir fagnaðarerindisins. Sá sem hefur hreint hjarta og óflekkaðar hendur mun blessun hljóta frá Drottni, Sálm 24:3–5. Hreinsið yður, þér sem berið ker Drottins, Jes 52:11 (K&S 133:4–5). Sælir eru hjartahreinir, Matt 5:8 (3 Ne 12:8). Allt sem er hreint, hugfestið það, Fil 4:8 (TA 1:13). Ó lyftið höfðum yðar, allir þér, sem hjartahreinir eruð, og takið við hugljúfu orði Drottins, Jakob 3:2–3. Getið þér litið upp til Guðs á þeim degi með hreinu hjarta og flekklausum höndum, Al 5:19. Hreinir og flekklausir fyrir Guði gátu þeir einungis litið á synd með viðbjóði, Al 13:12. Verðum hreinir eins og Kristur er hreinn, Moró 7:48 (Morm 9:6). Kristur mun geyma sér hreint fólk, K&S 43:14. Drottinn bauð að byggja skyldi hús í Síon þar sem hinir hreinu munu sjá Guð, K&S 97:10–17. Þetta er Síon — hinir hjartahreinu, K&S 97:21.