Stefán Stefán var píslarvottur fyrir frelsarann og kirkju hans á tíma Nýja testamentis. Kenning hans markaði fyrir og hafði hugsanlega áhrif á hið mikla verk Páls, sem var viðstaddur þegar Stefán flutti vörn sína fyrir ráðinu (Post 8:1; 22:20). Stefán var einn meðal sjö manna sem tilnefndir voru til aðstoðar postulunum tólf, Post 6:1–8. Stefán gjörði undur og tákn mikil, Post 6:8. Stefán átti í þrætum við Gyðinga, Post 6:9–10. Hann var kærður og réttað yfir honum í ráðinu, Post 6:11–15. Stefán bar fram vörn sína, Post 7:2–53. Fullur af heilögum anda sá hann föðurinn og soninn í sýn, Post 7:55–56. Stefán leið píslarvætti fyrir vitnisburð sinn, Post 7:54–60.