Í Nýja testamenti, meyja valin af Guði föðurnum til þess að verða móðir sonar hans í holdinu. Eftir fæðingu Jesú eignaðist María fleiri börn (Mark 6:3 ).
Hún var föstnuð Jósef, Matt 1:18 (Lúk 1:27 ).
Jósef var sagt að skilja ekki við Maríu eða leysa hana úr festum, Matt 1:18–25 .
Vitringarnir heimsóttu Maríu, Matt 2:11 .
María og Jósef flýðu til Egyptalands með Jesúbarnið, Matt 2:13–14 .
Eftir dauða Heródesar kom fjölskyldan aftur til Nasaret, Matt 2:19–23 .
Engillinn Gabríel heimsótti hana, Lúk 1:26–38 .
Hún heimsótti Elísabetu frænku sína, Lúk 1:36, 40–45 .
María flutti Drottni lofsöng, Lúk 1:46–55 .
María fór til Betlehem með Jósef, Lúk 2:4–5 .
María fæddi Jesú og lagði hann í jötu, Lúk 2:7 .
Fjárhirðarnir fóru til Betlehem að sjá barnið Krist, Lúk 2:16–20 .
María og Jósef fóru með Jesú í musterið í Jerúsalem, Lúk 2:21–38 .
María og Jósef fóru með Jesú á páskahátíðina, Lúk 2:41–52 .
María var í brúðkaupinu í Kana, Jóh 2:2–5 .
Á krossinum bað frelsarinn Jóhannes að annast móður sína, Jóh 19:25–27 .
María var með postulunum eftir himnaför Krists, Post 1:14 .
María var meyja, fegurri og bjartari en allar aðrar meyjar, 1 Ne 11:13–20 .
Móðir Krists mun kölluð verða María, Mósía 3:8 .
María er óspjölluð mær, dýrmætt og kjörið ker, Al 7:10 .