Hógvær, hógværð Sjá einnig Auðmjúkur, auðmýkt; Sundurkramið hjarta; Þolinmæði, þolgæði Guðhræddur, réttlátur, auðmjúkur, námfús og þolinmóður í þjáningum. Hógværir vilja fylgja kenningu fagnaðarerindisins. Móse var mjög hógvær, 4 Mós 12:3. Hinir hógværu fá landið til eignar, Sálm 37:11 (Matt 5:5; 3 Ne 12:5; K&S 88:17). Leitið Drottins, allir þér hinir auðmjúku. Ástundið réttlæti, ástundið auðmýkt, Sef 2:3 (1 Tím 6:11). Lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, Matt 11:29. Auðmýkt er ávöxtur andans, Gal 5:22–23. Þjónn Drottins verður að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum, hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti, 2 Tím 2:24–25. Maður hógværs og kyrrláts anda er dýrmætur í augum Guðs, 1 Pét 3:4. Losið yður úr viðjum hins náttúrlega manns og gjörist hógværir, Mósía 3:19 (Al 13:27–28). Guð bauð Helaman að kenna þjóðinni að vera auðmjúk, Al 37:33. Náð Guðs nægir hinum bljúgu, Et 12:26. Þér trúið á Krist vegna hógværðar yðar, Moró 7:39. Enginn er Guði velþóknanlegur nema hinn hógværi og af hjarta lítilláti, Moró 7:44. Fyrirgefning syndanna leiðir til hógværðar og vegna hógværðar kemur vitjun heilags anda, Moró 8:26. Gakk í hógværð anda míns, K&S 19:23. Stjórna húsi þínu með hógværð, K&S 31:9. Krafti og áhrifum prestdæmisins er viðhaldið með mildi og hógværð, K&S 121:41.