Lygar Sjá einnig Blekking, blekkja; Heiðarlegur, heiðarleiki; Illt umtal Öll tjáskipti með röngum staðhæfingum eða ósannindum, í þeim tilgangi að blekkja. Þér skuluð eigi stela, eigi svíkja, né heldur ljúga, 3 Mós 19:11. Ég hata lygi og hef andstyggð á henni, Sálm 119:163. Lygavarir eru Drottni andstyggð, Okv 12:22. Djöfullinn er lygari og lyginnar faðir, Jóh 8:44 (2 Ne 2:18; Et 8:25; HDP Móse 4:4). Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði, Post 5:4 (Al 12:3). Ef einhver segir: „Ég elska Guð,“ og hatar bróður sinn, sá er lygari, 1 Jóh 4:20. Öllum lygurum er búinn hinn annar dauði, Op 21:8 (K&S 63:17). Vei sé lygaranum, því að honum mun þrýst niður til heljar, 2 Ne 9:34. Margir munu kenna falska kenning og segja: Ljúgið örlítið, það kemur ekki að sök, 2 Ne 28:8–9 (K&S 10:25). Ímyndið þér yður, að þér getið logið að Drottni, Al 5:17. Þú ert Guð sannleikans og getur ekki logið, Et 3:12 (4 Mós 23:19; 1 Sam 15:29; Títus 1:2; Hebr 6:18; Enos 1:6). Þeim, sem lýgur og iðrast ekki, skal vísað burt, K&S 42:21. Lygarar erfa jarðneska dýrð, K&S 76:81, 103–106. Vér trúum, að vér eigum að vera heiðvirð, TA 1:13.