Hórdómur Sjá einnig Hreinlífi; Kynferðislegt siðleysi; Munúðarfullur, munúð; Samkynhneigð hegðun (kynhverfa); Saurlifnaður Ólögmæt kynmök karls og konu. Þótt hórdómur tákni venjulega samræði milli giftrar manneskju og einhvers annars en maka hans eða hennar, getur orðið einnig átt í ritningunum við ógifta. Stundum er orðið hórdómur notað sem tákn um fráhvarf lands eða heillar þjóðar frá vegum Drottins (4 Mós 25:1–3; Jer 3:6–10; Esek 16:15–59; Hós 4). Jósef vildi ekki aðhafast þessa miklu óhæfu og syndga gegn Guði, 1 Mós 39:7–12. Þú skalt ekki drýgja hór, 2 Mós 20:14. Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu, Matt 5:28. Hvorki munu saurlífismenn né hórkarlar Guðs ríki erfa, 1 Kor 6:9–10. Hórkarla og frillulífsmenn mun Guð dæma, Hebr 13:4. Hórdómur er synd, sem er öllum öðrum syndum viðurstyggilegri að því undanskildu að úthella saklausu blóði og afneita heilögum anda, Al 39:3–5. Þeim sem drýgir hór og iðrast ekki, skal vísað burt, K&S 42:23–26. Hver sem drýgir hór í hjarta sínu skal ekki hafa andann, K&S 63:14–16.