Þjónusta Sjá einnig Elska, ást; Velferð Umönnun veitt eða verk unnið Guði eða öðrum til gagns. Þegar við þjónum öðrum, þjónum við einnig Guði. Kjósið í dag hverjum þér viljið þjóna, Jós 24:15. Það allt, sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér, Matt 25:35–45. Bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun, Róm 12:1. Þjónið hver öðrum í kærleika, Gal 5:13. Ver ævidögum þínum í þjónustu við Guð þinn, 2 Ne 2:3. Þegar þér eruð í þjónustu meðbræðra yðar, eruð þér aðeins í þjónustu Guðs yðar, Mósía 2:17. Hver sem eignast þetta fyrirheitna land, verður að þjóna Guði, ella verður honum sópað burt, Et 2:8–12. Þeir sem ganga í þjónustu Guðs ættu að þjóna af öllu hjarta, K&S 4:2. Guð gaf boðorð, að þau skyldu elska hann og þjóna honum, K&S 20:18–19. Í nafni Jesú Krists skalt þú þjóna Guði, K&S 59:5. Ég, Drottinn, hef unun af að heiðra þá, sem þjóna mér, K&S 76:5. Tigna Guð, því að honum einum skalt þú þjóna, HDP Móse 1:15.