Námshjálp
Amos


Amos

Spámaður Gamla testamentis sem starfaði frá u.þ.b. 792 til 740 f.Kr. á dögum Ússía konungs í Júdeu og Jeróbóams konungs í Ísrael.

Bók Amosar

Bók í Gamla testamentinu. Margir af spádómum Amosar hvetja Ísrael og þjóðirnar í kring að snúa aftur til réttlætis.

Kapítular 1–5 hvetja Ísrael og nágrannaþjóðir til iðrunar. Kapítuli 3 útskýrir að Drottinn opinberi leyndarmál sín spámönnum og að vegna brota sinna muni Ísrael tortímt af andstæðingi. Kapítular 6–8 spá fyrir um fall Ísraels mörgum árum fyrir innrás Assýríumanna. Í kapítula 9 er því spáð að Ísrael muni aftur ná heim til eigin lands.