Matteus
Postuli Jesú Krists og höfundur fyrstu bókarinnar í Nýja testamentinu. Matteus, Gyðingur sem var tollheimtumaður fyrir Rómverja í Kapernaum, var líklega í þjónustu Heródesar Antípasar. Hann var fyrir trúskiptin þekktur sem Leví, sonur Alfeusar (Mark 2:14). Skömmu eftir að hann fékk köllun að gjörast lærisveinn Jesú, hélt hann veislu sem Drottinn tók þátt í (Matt 9:9–13; Mark 2:14–17; Lúk 5:27–32). Matteus hefur að líkindum verið vel kunnugur ritningum Gamla testamentisins og gat þannig séð uppfyllingu spádóma, lið fyrir lið, í lífi Drottins. Um síðara æviskeið postulans er lítið vitað. Ein arfsögn segir hann hafa dáið píslarvættisdauða.
Matteusarguðspjall
Fyrsta bók Nýja testamentisins. Matteusarguðspjall var sennilega ritað upphaflega til handa Gyðingum í Palestínu. Þar er víða vitnað í Gamla testamentið. Höfuðmarkmið Matteusar var að sýna að Jesús var sá Messías sem spámenn Gamla testamentis töluðu um. Einnig lagði hann áherslu á að Jesús er konungur og dómari manna.
Varðandi lista yfir atburði í lífi frelsarans eins og þeim er lýst í Matteusarguðspjalli, sjá Samræmi guðspjallanna í Viðaukanum