Líahóna Í Mormónsbók, látúnskúla með tveimur vísum sem vísuðu leið — eins og áttaviti — og veittu einnig Lehí og fylgjendum hans andlega leiðsögn þegar þeir voru réttlátir. Drottinn lagði Líahóna til og gaf leiðbeiningar með henni. Lehí fann látúnskúlu með tveimur vísum sem vísuðu leiðina sem Lehí og fjölskylda hans átti að fara, 1 Ne 16:10. Kúlan virkaði í samræmi við trú og kostgæfni, 1 Ne 16:28–29 (Al 37:40). Benjamín gaf Mósía kúluna, Mósía 1:16. Kúlan, eða leiðarvísirinn, var nefnd Líahóna, Al 37:38. Líahóna var líkt við orð Krists, Al 37:43–45. Vitnin þrjú munu sjá vegvísinn sem gefinn var Lehí, K&S 17:1.