Námshjálp
Jakob Sebedeusson


Jakob Sebedeusson

Einn af tólf postulum sem Jesús valdi á tíma jarðvistar sinnar. Hann var bróðir Jóhannesar. Hann var einn þriggja postula sem völdust til að vera með Jesú við sérstök tækifæri; þegar dóttir Jaírusar var reist upp (Mark 5:37), við ummyndunina (Matt 17:1; Mark 9:2; Lúk 9:28), og í Getsemane (Matt 26:37; Mark 14:33). Ásamt Pétri og Jóhannesi, endurreisti hann prestdæmi Melkísedeks á jörðu með því að vígja Joseph Smith og Oliver Cowdery (K&S 27:12; 128:20; JS — S 1:72).