Korintubréfin
Tvær bækur í Nýja testamenti. Þær voru upphaflega bréf sem Páll ritaði hinum heilögu í Korintuborg til að leysa úr óreglu meðal þeirra. Korintubúar bjuggu í samfélagi sem var siðferðilega spillt.
Fyrra Korintubréfið
Fyrsti kapítuli hefur að geyma kveðjuávarp Páls og áminningu hans til hinna heilögu um að vera sameinuð. Kapítular 2–6 eru leiðbeiningar Páls vegna villu meðal heilagra í Korintu. Kapítular 7–12 geyma svör Páls við ákveðnum spurningum. Kapítular 13–15 fjalla um kærleikann, andlegar gjafir og upprisuna. Kapítuli 16 geymir ráðgjöf Páls um að standa stöðugur í trúnni
Síðara Korintubréfið
Fyrsti kapítuli hefur að geyma kveðjuávarp Páls og hughreystingu. Kapítuli 2 er persónuleg ráðgjöf til Títusar. Kapítular 3–7fjalla um kraft fagnaðarerindisins í lífi hinna heilögu og leiðtoga þeirra. Kapítular 8–9 ráðleggja hinum heilögu að vera hinum fátæku glaðir gjafarar. Kapítular 10–12 er yfirlýsing um stöðu Páls sem postula. Kapítuli 13 er áminning um að vera fullkominn.