Dauðlegur, dauðleiki Sjá einnig Dauði, líkamlegur; Fall Adams og Evu; Heimur; Líkami Tíminn frá fæðingu til líkamsdauða. Þetta er stundum nefnt annað tilverustigið. Jafnskjótt og þú etur af því skalt þú vissulega deyja, 1 Mós 2:16–17 (HDP Móse 3:16–17). Við dauðann mun andinn hverfa til Guðs og líkaminn í duft jarðar, Préd 12:7 (1 Mós 3:19; HDP Móse 4:25). Látið ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, Róm 6:12. Hinn dauðlegi líkami verður að íklæðast ódauðleika, 1 Kor 15:53 (Enos 1:27; Mósía 16:10; Morm 6:21). Ástand mannsins varð reynslutími, 2 Ne 2:21 (Al 12:24; 42:10). Adam féll, svo að maðurinn mætti öðlast líf, 2 Ne 2:25. Lítið þér fram og sjáið dauðlegan líkama uppreistan í ódauðleika, Al 5:15. Þetta líf er tíminn til að búa sig undir að mæta Guði, Al 34:32. Hræðist ekki dauðann því að í þessum heimi er gleði yðar ekki algjör, K&S 101:36. Þeim sem standast annað stigið sitt mun bætast dýrð, Abr 3:26.