Ljós, ljós Krists
Guðleg orka, kraftur eða áhrif sem kemur frá Guði með Kristi og gefur öllu líf og ljós. Það er lögmál til stjórnunar öllu á himni og jörðu (K&S 88:6–13). Það hjálpar einnig fólki að skilja sannleik fagnaðarerindisins og auðveldar þeim að komast á veg fagnaðarerindisins sem liggur til eilífs lífs (Jóh 3:19–21; 12:46; Al 26:15; 32:35; K&S 93:28–29, 31–32, 40, 42).
Ekki má ruglast á ljósi Krists og heilögum anda. Ljós Krists er ekki persóna. Það er áhrif sem koma frá Guði og búa manninn undir að meðtaka heilagan anda. Það hefur áhrif til góðs í lífi allra manna (Jóh 1:9; K&S 84:46–47).
Eitt dæmi um ljós Krists er samviskan, sem hjálpar mönnum að þekkja gott frá illu (Moró 7:16). Eftir því sem fólk lærir meira um fagnaðarerindið verður samviska þess næmari (Moró 7:12–19). Fólk sem bregst vel við ljósi Krists er leitt til fagnaðarerindis Jesú Krists (K&S 84:46–48).