Salómon Sjá einnig Batseba; Davíð Í Gamla testamenti, sonur Davíðs og Batsebu (2 Sam 12:24). Salómon var um skeið konungur í Ísrael. Davíð útnefndi Salómon til konungs, 1 Kon 1:11–53. Davíð hvatti Salómon til að ganga á vegum Drottins, 1 Kon 2:1–9. Drottinn hét honum hyggnu og skynugu hjarta, 1 Kon 3:5–15. Dæmdi milli tveggja mæðra og leysti úr hvor væri hin rétta móðir, 1 Kon 3:16–28. Hann mælti fram orðskviðu og ljóð, 1 Kon 4:32. Reisti musteri, 1 Kon 6; 7:13–51. Vígði musterið, 1 Kon 8. Fékk heimsókn drottningarinnar af Saba, 1 Kon 10:1–13. Salómon giftist útlendum konum sem sneru honum til átrúnaðar á falsguði, 1 Kon 11:1–8. Drottinn reiddist Salómon, 1 Kon 11:9–13. Lést, 1 Kon 11:43. Davíð spáði fyrir um dýrð stjórnartíðar Salómons, Sálm 72. Salómon tók sér margar eiginkonur og hjákonur, en sumar þeirra voru ekki meðteknar frá Drottni, K&S 132:38 (Jakob 2:24).