Ófyrirgefanleg synd Sjá einnig Glötunarsynirnir; Guðlasta, guðlast; Heilagur andi; Morð Sú synd að afneita heilögum anda, synd sem ekki er unnt að fyrirgefa. Formæling gegn heilögum anda mun ekki fyrirgefin mönnum, Matt 12:31–32 (Mark 3:29; Lúk 12:10). Ógerlegt er að endurnýja til afturhvarfs þá sem hlotið hafa hlutdeild í heilögum anda og síðan fallið frá, Hebr 6:4–6. Ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar, Hebr 10:26. Ef þú afneitar heilögum anda, og þú veist að þú afneitar honum, sjá, þá er það óafsakanleg synd, Al 39:5–6 (Jakob 7:19). Þeir öðlast ekki fyrirgefningu, hafa afneitað syninum eingetna og krossfest hann með sjálfum sér, K&S 76:30–35. Guðníðsla gegn heilögum anda sem ekki verður fyrirgefin er úthelling saklauss blóðs eftir að þér hafið meðtekið hinn nýja og ævarandi sáttmála minn, K&S 132:26–27.