Eyra Sjá einnig Hlusta og hlýða á Í ritningunum er eyra oft notað sem tákn fyrir hæfileika manna til að heyra og skilja það sem Guðs er. Þau hafa eyru, en heyra ekki, Sálm 115:6. Drottinn vekur eyra mitt svo ég heyri, Jes 50:4–5 (2 Ne 7:4–5). Hver sem eyra hefur, hann heyri, Matt 11:15. Illa heyra þeir með eyrum sínum, Matt 13:15 (HDP Móse 6:27). Auga hefur ekki séð og eyra ekki heyrt allt það sem Guð hefur fyrirbúið þeim sem elska hann, 1 Kor 2:9 (K&S 76:10). Djöfullinn hvíslar í eyru þeirra, 2 Ne 28:22. Ljúkið upp eyrum yðar að þér megið heyra, Mósía 2:9 (3 Ne 11:5). Ég var kallaður mörgum sinnum en vildi ekki heyra, Al 10:6. Ljá orðum mínum eyra, Al 36:1 (Al 38:1; K&S 58:1). Ekkert eyra finnst sem eigi mun heyra, K&S 1:2. Fyrir auðmýkt og bænir ljúkast eyrun upp, K&S 136:32.