Faðir á himnum Sjá einnig Guð, guðdómur Faðir anda alls mannkyns (Sálm 82:6; Matt 5:48; Jóh 10:34; Róm 8:16–17; Gal 4:7; 1 Jóh 3:2). Jesús er hinn eingetni sonur í holdinu. Manninum hefur verið boðið að hlýða og heiðra föðurinn og biðja til hans í Jesú nafni. Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður, Matt 6:14 (Matt 18:35; 3 Ne 13:14). Himneskur faðir yðar veit að þér þarfnist alls þessa, Matt 6:26–33 (3 Ne 13:26–33). Hve miklu fremur mun faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann, Lúk 11:11–13. Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, Ef 1:3. Þér standið í eilífri þakkarskuld við himneskan föður yðar, Mósía 2:34. Kristur gjörði nafn föðurins dýrðlegt, Et 12:8. Hinir heilögu skulu bera vitni um þær ofsóknir sem þeir hafa orðið að þola, áður en faðirinn kemur fram úr fylgsni sínu, K&S 123:1–3, 6. Við nutum mikilla og dýrðlegra blessana frá himneskum föður okkar, JS — S 1:73.