Guðlasta, guðlast
Að tala með óvirðingu eða án lotningar um Guð eða það sem heilagt er.
Gyðingarnir sökuðu Jesú margsinnis um guðlast vegna þess að hann kvaðst hafa rétt til að fyrirgefa syndir (Matt 9:2–3; Lúk 5:20–21), af því að hann kallaði sjálfan sig Guðsson (Jóh 10:22–36; 19:7) og vegna þess að hann sagði að þeir mundu sjá hann sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins (Matt 26:64–65). Þessar ákærur hefðu haft við rök að styðjast, ef hann hefði ekki verið allt það sem hann sagðist vera. Ákæran sem borin var fram gegn honum af fölskum vitnum við yfirheyrsluna frammi fyrir ráðinu (Matt 26:59–61) var um guðlast gegn musteri Drottins. Guðlast gegn heilögum anda, sem er að afneita Kristi af ásettu ráði eftir að hafa fengið fullkomna vitneskju um hann, er ófyrirgefanleg synd (Matt 12:31–32; Mark 3:28–29; K&S 132:27).