Hiskía
Réttlátur konungur þjóðar Júdeu í Gamla testamenti. Hann ríkti í tuttugu og níu ár, á þeim tíma sem Jesaja var spámaður í Júdeu (2 Kon 18–20; 2 Kro 29–32; Jes 36–39). Jesaja hjálpaði honum að siðbæta bæði kirkju og ríki. Hann bældi niður skurðgoðadýrkun og endurnýjaði musterisþjónustuna. Líf Hiskía var framlengt um fimmtán ár fyrir bæn og trú (2 Kon 20:1–7). Velgengni var á fyrri hluta stjórnartíðar hans, en uppreisn hans gegn Assýríukonungi (2 Kon 18:7) leiddi af sér tvær innrásir Assýringa: Hinni fyrri er lýst í Jes 10:24–32, hinni síðari í 2 Kon 18:13–19:7. Í síðari innrásinni var Jerúsalem bjargað af engli Drottins (2 Kon 19:35).