Títusarbréfið
Á meðan Páll var um skeið laus úr fangelsi Rómverja, skrifaði hann bréfið til Títusar, sem var á eynni Krít. Bréfið fjallar mest um vandamál varðandi innri aga og skipulag kirkjunnar.
Kapítuli 1 geymir kveðju Páls ásamt leiðbeiningum og almennri lýsingu á kröfum þeim sem gera verður til biskupa. Kapítular 2–3 geyma almenna kenning og persónuleg skilaboð til Títusar hvernig fara skuli að varðandi ýmsa hópa í kirkjunni á Krít. Páll hvatti hina heilögu til að sigrast á siðspillingu, vera árvakir og trúfastir og stunda góð verk.