Akur Sjá einnig Heimur; Víngarður Drottins Í ritningunum, opið landsvæði notað til ræktunar eða beitar. Oft táknar hann heiminn og þjóðir hans. Akurinn er heimurinn, Matt 13:38. Líkt er himnaríki fjársjóði sem fólginn er í jörðu, Matt 13:44. Ég sá stórar og víðáttumiklar sléttur, 1 Ne 8:9, 20. Sáðlendið var fullþroskað, Al 26:5. Akurinn er þegar hvítur til uppskeru, K&S 4:4 (K&S 6:3; 11:3; 12:3; 14:3; 31:4; 33:3, 7). Akurinn var heimurinn, K&S 86:1–2. Ég vil líkja þessum ríkjum við mann sem á akur, K&S 88:51.