Tónlist Sjá einnig Lofsöngur; Syngja Stef og hljómfall sungið og leikið allt frá fyrstu tíð til þess að láta í ljós gleði, lof, og tilbeiðslu (2 Sam 6:5). Hún getur verið í bænarformi. Sálmarnir voru sennilega sungnir við einfalt hljómfall og leikið undir á hljóðfæri. Mirjam, systir Arons og Móse, tók bumbu og konurnar dönsuðu, 2 Mós 15:20. Levítasöngmenn voru með skálabumbur og hörpur og hundrað og tuttugu prestar þeyttu lúðra, 2 Kro 5:12. Jesús og hinir tólf sungu lofsöng eftir síðustu kvöldmáltíðina, Matt 26:30. Fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum, Kól 3:16. Hefur yður langað til að syngja söng hinnar endurleysandi elsku, Al 5:26. Sál Guðs hefur unun af söng hjartans, já, söngur hinna réttlátu er bæn, K&S 25:12. Lofa Drottin með söng, tónlist og dansi, K&S 136:28.