Hlutkesti Aðferð til að velja eða hafna nokkrum kostum við val, oft gert með því að velja einn bréfmiða eða trékubb meðal margra. Þetta er kallað að varpa hlutkesti. Þeir skiptu með sér fötum hans með hlutkesti, Matt 27:35 (Sálm 22:18; Mark 15:24; Lúk 23:34; Jóh 19:24). Þeir hlutuðu um þá, og kom upp hlutur Mattíasar, Post 1:23–26. Við vörpuðum hlutkesti um það hver okkar skyldi sækja Laban heim, 1 Ne 3:11.