Ábyrgð, ábyrgur, ábyrgðarskylda Sjá einnig Sjálfræði Drottinn hefur sagt að allir menn séu ábyrgir fyrir eigin hvötum, viðhorfum, þrám og gerðum. Ábyrgðaraldur nefnist aldurinn þegar börn eru talin ábyrg gerða sinna og fær um að syndga og iðrast. Ég mun dæma sérhvern eftir breytni hans, Esek 18:30. Hvert ónytjuorð munu þeir verða að svara fyrir, Matt 12:36. Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, Lúk 16:2. Sérhver af oss skal lúka Guði reikning fyrir sjálfan sig, Róm 14:12. Hinir dauðu munu dæmdir eftir verkum þeirra, Op 20:12. Orð okkar, verk og hugsanir munu dæma okkur, Al 12:14. Við fellum yfir okkur eigin dóm, hvort heldur að gjöra gott eða gjöra illt, Al 41:7. Okkur leyfist að ráða gerðum okkar, He 14:29–31. Þetta skuluð þér kenna — skírn og iðrun þeim, sem ábyrg eru, Moró 8:10. Allir menn verða að iðrast og láta skírast sem náð hafa ábyrgðaraldri, K&S 18:42. Satan getur ekki freistað lítilla barna fyrr en þau verða ábyrg gjörða sinna gagnvart mér, K&S 29:46–47. Börn skulu skírð þegar þau eru átta ára, K&S 68:27. Sérhver maður verður ábyrgur fyrir sínar eigin syndir á degi dómsins, K&S 101:78. Mönnum er gefið að þekkja gott frá illu; þess vegna hafa þeir sjálfræði, HDP Móse 6:56. Mönnum verður refsað fyrir eigin syndir, TA 1:2.