Eldur Sjá einnig Heilagur andi; Helja; Jörð — Hreinsun jarðar; Skírn, skíra Tákn fyrir hreinsun, göfgun og helgun. Eldur getur einnig verið tákn um nálægð Guðs. Guð þinn er eyðandi eldur, 5 Mós 4:24. Drottinn gerir þjóna sína að bálandi eldi, Sálm 104:4. Drottinn allsherjar mun vitja þeirra með eyðandi eldsloga, Jes 29:6 (2 Ne 27:2). Drottinn kemur í eldi, Jes 66:15. Hann er sem eldur málmbræðslumannsins, Mal 3:2 (3 Ne 24:2; K&S 128:24). Hann mun skíra yður með heilögum anda og með eldi, Matt 3:11 (Lúk 3:16). Hinir réttlátu verða varðveittir með eldi, 1 Ne 22:17. Hinum siðspilltu mun tortýmt með eldi, 2 Ne 30:10. Nefí útlistaði hvernig við meðtökum skírn af eldi og heilögum anda, 2 Ne 31:13–14 (3 Ne 9:20; 12:1; 19:13; Et 12:14; K&S 33:11). Þú skalt boða fyrirgefningu syndanna með skírn og með eldi, K&S 19:31. Hinni miklu og viðurstyggilegu kirkju skal varpað niður með eyðandi eldi, K&S 29:21. Jörðin skal líða undir lok sem af eldi, K&S 43:32. Návist Drottins verður sem eyðandi eldur, K&S 133:41. Adam var skírður með eldi og heilögum anda, HDP Móse 6:66.