Olífutré Sjá einnig Ísrael; Olía Algeng trjátegund í Ísrael og mikilvæg landbúnaðarauðlind í löndunum sem Biblían greinir frá. Það er ræktað vegna viðarins, ávaxtanna og olíunnar. Olífutréð er mjög víða í ritningunum látið tákna hús Ísraels. Ísraelsætt er líkt við olífutré með tvístruðum og brotnum greinum, 1 Ne 10:12 (1 Ne 15:12). Drottinn líkti Ísraelsætt við ræktað olífutré, Jakob 5–6. Joseph Smith kallaði opinberunina í kafla 88 olífulaufið, K&S 88 Efnisskrá. Aðalsmaður bauð þjónum sínum að fara í víngarð sinn og gróðursetja þar tólf olífutré, K&S 101:43–62.