Heiðarlegur, heiðarleiki Sjá einnig Ráðvendni Að vera einlægur, sannur og án flærðar. Þeir sem sannleik iðka eru yndi Drottins, Okv 12:22. Efn það sem þú heitir, Préd 5:3–4. Við höfnum allri skammarlegri launung, 2 Kor 4:1–2. Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, 1 Pét 2:12. Vei sé lygaranum, því honum mun þrýst niður til heljar, 2 Ne 9:34. Andinn segir sannleikann, en lýgur ekki, Jakob 4:13. Hver sem fær lánað hjá nágranna sínum skili því sem hann fékk lánað, Mósía 4:28 (K&S 136:25). Auðsýndu réttlæti, dæmdu réttsýnt og gjörðu gott án afláts, Al 41:14. Hver maður skal breyta heiðarlega, K&S 51:9. Öllum sem vita hjörtu sín einlæg mun ég veita viðtöku, K&S 97:8. Leita skal að heiðvirðum og vitrum mönnum til opinberra starfa, K&S 98:4–10. Leita þess af kostgæfni sem nágranni þinn hefur tapað, K&S 136:26. Vér trúum að vér eigum að vera heiðvirð, TA 1:13.