Habakkuk
Gamla testamentisspámaður í Júdeu sem gagnrýndi syndugt líferni þjóðarinnar að líkindum á valdatíma Jójakíns (um 600 f.Kr.).
Bók Habakkuks
Fyrsti kapítuli er rökræða milli Drottins og spámanns hans, hliðstæð þeirri í Jeremía 12 og Kenningu og Sáttmálum 121. Habakkuk furðaði sig á að siðspilltum mönnum virtist vegna vel. Í öðrum kapítula ráðlagði Drottinn Habakkuk að hafa biðlund — hinir réttlátu verða að læra að lifa í trú. Þriðji kapítuli birtir bæn Habakkuks þar sem hann fellst á réttvísi Guðs.