Námshjálp
Sjáandi


Sjáandi

Maður sem hefur kraft frá Guði til að sjá andlegum sjónum það sem Guð hefur hulið heiminum (HDP Móse 6:35–38). Hann er opinberari og spámaður (Mósía 8:13–16). Í Mormónsbók kenndi Ammon að einungis sjáandi gæti notað sérstaka þýðendur, eða Úrím og Túmmím (Mósía 8:13; 28:16). Sjáandi þekkir fortíð, nútíð og framtíð. Til forna voru spámenn oft kallaðir sjáendur (1 Sam 9:9; 2 Sam 24:11).

Joseph Smith er hinn mikli sjáandi síðari daga (K&S 21:1; 135:3). Þar að auki er Æðsta Forsætisráðið og Tólfpostulasveitin studd sem spámenn, sjáendur og opinberarar.