Píslarvottur, píslarvætti Sá sem fremur lætur lífið en að afneita Kristi, fagnaðarerindinu, trúarsannfæringu sinni eða lífsreglu. Allt saklaust blóð frá Abel til Sakaría mun koma yfir hina ranglátu, Matt 23:35 (Lúk 11:50). Hver sem týnir lífi sínu fyrir Krist mun bjarga því, Mark 8:35 (K&S 98:13). Og þeir grýttu Stefán, Post 7:59 (Post 22:20). Arfleiðsluskrá tekur ekki gildi fyrr en sá er dáinn, er hana gjörði, Hebr 9:16–17. Abinadí féll til jarðar, hann hafði þolað dauða á báli, Mósía 17:20. Ammonítum sem snúist höfðu til trúar var varpað á bál, Al 14:8–11. Margir, sem vitnað hafa um þessa hluti, voru líflátnir, 3 Ne 10:15. Hver sá, sem fórnar lífi sínu mín vegna, mun finna eilíft líf, K&S 98:13–14. Joseph Smith og Hyrum Smith liðu fórnardauða vegna endurreisnar fagnaðarerindisins, K&S 135. Joseph Smith innsiglaði vitnisburð sinn með blóði sínu, K&S 136:39.