Helgur Sjá einnig Heilagleiki; Hreinn, hreinleiki; Lausn frá synd Heilagur, með guðlega eiginleika eða andlega og siðferðilega hreinn. Hið gagnstæða við helgur er ruddalegur eða óguðlegur. Þér skuluð vera mér prestaríki og heilagur lýður, 2 Mós 19:5–6 (1 Pét 2:9). Drottinn bauð Ísrael: Verið heilagir, því að ég er heilagur, 3 Mós 11:44–45. Sá er hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta fær að dvelja á hans helga stað, Sálm 24:3–4. Kennið lýð mínum að gjöra greinarmun á heilögu og óheilögu, Esek 44:23. Guð hefur kallað oss heilagri köllun, 2 Tím 1:8–9. Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar, 2 Tím 3:15. Helgir menn töluðu orð frá Guði, knúðir af heilögum anda, 2 Pét 1:21. Allir menn munu dæmdir í samræmi við sannleikann og helgi þá, sem í Guði býr, 2 Ne 2:10. Hinn náttúrlegi maður verður heilagur fyrir friðþægingu Krists, Mósía 3:19. Fylgið heilagri reglu Guðs, Al 7:22 (Al 13:11–12). Þrír lærisveinar voru helgaðir í líkamanum og gjörðir heilagir, 3 Ne 28:1–9, 36–39. Far ekki léttúðlega með það sem heilagt er, K&S 6:12. Þú getur þess vegna aðeins skrifað það sem heilagt er, að það komi frá mér, K&S 9:9. Þér skuluð skuldbinda yður til að breyta í öllu í heilagleika frammi fyrir mér, K&S 43:9. Lærisveinar mínir munu standa á helgum stöðum, K&S 45:32. Það sem að ofan kemur er heilagt, K&S 63:64. Lítil börn eru heilög, K&S 74:7. Helgið þennan stað, svo hann verði heilagur, K&S 124:44. Drottinn mun safna sínum kjörnu til helgrar borgar, HDP Móse 7:62.