Svipur Almennt yfirbragð andlits manns, sem oft endurspeglar andleg viðhorf og hugarástand. Andlitssvipur þeirra vitnar í gegn þeim, Jes 3:9. Þá gjörðist konungur litverpur, og hugsanir hans skelfdu hann, Dan 5:6. Hann var sem elding ásýndum, Matt 28:3. Ásjóna hans var sem sólin skínandi í mætti sínum, Op 1:16. Hefur mynd Guðs greypst í svip yðar, Al 5:14, 19. Ammon sá að svipur konungs var breyttur, Al 18:12. Fastið og biðjið með léttu hjarta og léttum svip, K&S 59:14–15. Ljóminn af svip hans bar af ljóma sólarinnar, K&S 110:3.