Devteronomium (Fimmta Mósebók)
Fimmta bók Gamla testamentisins.
Devteronomium geymir þrjá síðustu fyrirlestra Móse, sem hann flutti á sléttum Móabs rétt áður en hann var burtnuminn. Fyrsti fyrirlesturinn (kapítular 1–4) eru inngangur. Annar fyrirlesturinn (kapítular 5–26) skiptist í tvennt: (1) kapítular 5–11 — boðorðin tíu og hagnýt útskýring á þeim; og (2) kapítular 12–26 — lagabálkur, sem myndar kjarna bókarinnar í heild. Þriðji fyrirlesturinn (kapítular 27–30) geymir hátíðlega endurnýjun sáttmálans milli Ísraels og Guðs og yfirlýsing um blessanir sem leiða af hlýðni og bölvun þá sem leiðir af óhlýðni. Kapítular 31–34 lýsa afhendingu laganna til Levítanna, söng Móse og síðustu blessun og brottför Móse.