Spámaður
Maður sem er kallaður af Guði og talar fyrir Guð. Sem boðberi Guðs fær spámaður boð, spádóma og opinberanir frá Guði. Ábyrgð hans er að kunngjöra mönnum vilja Guðs og hið sanna eðli hans og sýna tilganginn í samskiptum hans við þá. Spámaður fordæmir syndina og segir fyrir um afleiðingar hennar. Hann er boðberi réttlætis. Við sérstök tækifæri kann spámanni að vera blásið í brjóst að spá um framtíðina mannkyni til blessunar. Fremsta skylda hans er samt sem áður að bera vitni um Krist. Forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er í dag spámaður Guðs á jörðu. Meðlimir Æðsta forsætisráðsins og postularnir tólf eru studdir sem spámenn, sjáendur og opinberarar.