Við upphaf þúsundáraríkisins mun Kristur koma aftur til jarðar. Sá atburður mun marka lok dauðlegs reynslutíma þessarar jarðar. Hinir ranglátu munu teknir burt af jörðinni og hinir réttlátu hrifnir upp í skýi meðan jörðin er hreinsuð. Þótt enginn maður viti nákvæmlega hvenær Kristur kemur í annað sinn, hefur hann gefið okkur tákn að hyggja að, sem gefa til kynna að stundin nálgist (Matt 24 ; JS — M 1 ).
Ég veit, að lausnari minn lifir, og hann mun síðastur ganga fram á foldu, Job 19:25 .
Fyrir mér skal sérhvert kné beygja sig, sérhver tunga sverja mér trúnað, Jes 45:23 (K&S 88:104 ).
Mannssonurinn kom í skýjum himins, Dan 7:13 (Matt 26:64 ; Lúk 21:25–28 ).
Þeir munu líta til mín, sem þeir lögðu í gegn, Sak 12:10 .
Hvaða ör eru þetta á brjósti þínu, Sak 13:6 (K&S 45:51 ).
Hver má afbera þann dag, er hann kemur, því að hann er sem eldur málmbræðslumannsins, Mal 3:2 (3 Ne 24:2 ; K&S 128:24 ).
Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns, Matt 16:27 (Matt 25:31 ).
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn, Matt 24:36 (K&S 49:7 ; JS — M 1:38–48 ).
Þessi Jesús, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins, Post 1:11 .
Sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni, 1 Þess 4:16 .
En dagur Drottins mun koma sem þjófur á nóttu, 2 Pét 3:10 .
Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra, Júd 1:14 .
Hann kemur í skýjunum, og hvert auga mun sjá hann, Op 1:7 .
Búið yður, búið yður undir það sem koma skal, því að Drottinn er í nánd, K&S 1:12 .
Ég mun opinbera mig frá himni í veldi og mikilli dýrð og dvelja á jörðu í þúsund ár, K&S 29:9–12 .
Lyft upp raust þinni, og hrópa iðrun og greið Drottni veg fyrir síðari komu hans, K&S 34:5–12 .
Ég er Jesús Kristur og ég kem skyndilega til musteris míns, K&S 36:8 (K&S 133:2 ).
Sá dagur kemur brátt, er þér munuð sjá mig og vita að ég er, K&S 38:8 .
Sá, sem óttast mig, mun huga að táknunum um komu mannssonarins, K&S 45:39 .
Ásjóna Drottins mun afhjúpuð, K&S 88:95 .
Hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins er í nánd, K&S 110:16 .
Þegar frelsarinn birtist munum við sjá hann eins og hann er, K&S 130:1 .
Frelsarinn mun standa mitt á meðal fólks síns og ríkja yfir öllu holdi, K&S 133:25 .
Hver er þessi, sem kemur niður frá Guði á himni í lituðum klæðum, K&S 133:46 (Jes 63:1 ).