Námshjálp
Hósíanna


Hósíanna

Orð úr hebresku sem merkir „viltu frelsa okkur“ og er notað sem lof og ákall.

Á laufskálahátíðinni, sem var haldin til minningar um að Drottinn bjargaði Ísrael til fyrirheitna landsins, var 118. sálmurinn sunginn og pálmagreinum veifað. Við innreið Drottins inn í Jerúsalem hrópaði fólkið „Hósíanna“ og breiddi pálmagreinar á götuna sem Jesús reið um og sýndi þannig að því var ljóst að Jesús var hinn sami Drottinn og bjargað hafði Ísrael til forna (Sálm 118:25–26; Matt 21:9, 15; Mark 11:9–10; Jóh 12:13). Þetta fólk þekkti Krist sem hinn langþráða Messías. Orðið Hósíanna hefur orðið fagnaðaróp vegna Messíasar á öllum öldum (1 Ne 11:6; 3 Ne 11:14–17). Hósíanna hrópið var í vígslubæn Kirtland musterisins (K&S 109:79) og er nú hluti vígslubæna nútíma mustera.