Sakaría
Í Gamla testamenti, spámaður sem starfaði um 520 f.Kr. Hann var uppi á sama tíma og spámaðurinn Haggaí (Esra 5:1; 6:14).
Bók Sakaría
Bókin er fræg fyrir spádóma um jarðneska þjónustu Krists og síðari komu hans (Sak 9:9; 11:12–13; 12:10; 13:6). Kapítular 1–8 geyma röð sýna úr framtíð þjóðar Guðs. Kapítular 9–14 greina frá sýnum varðandi Messías, síðari daga, samansöfnun Ísraels, lokastríðið mikla og síðari komuna.